Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Föstudaginn 28. ágúst 2009, kl. 11:04:38 (4741)


137. löggjafarþing — 59. fundur,  28. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[11:04]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Sú samstaða sem er búið að ræða hér um í þessum samningum og þessu frumvarpi er ekki til staðar, það sýnir nú þegar atkvæðagreiðslan hér í dag. Hér er verið að ríkisvæða einkaskuldir, hér er um dæma- og fordæmalaust mál að ræða. Um málið ríkir gríðarleg lagaóvissa og engin trygging er fyrir því að fyrirvararnir haldi fyrir breskum dómstólum. Þjóðin á að njóta vafans í þessu máli.

Það eitt að ákvæði er um það í fyrirvörunum að fullveldisréttur þjóðarinnar, friðhelgi og óskoruð yfirráð Íslands yfir náttúruauðlindum sínum sé þar inni er viðurkenning á því að þetta var ekki í samningunum og þessi réttur var fyrir borð borinn. Þetta eru neyðarsamningar sem hér liggja fyrir. Ég segi nei.