Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 51. máls.
137. löggjafarþing 2009.
Þskj. 51  —  51. mál.




Fyrirspurn



til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um meðferð aflaheimilda.

Frá Ólínu Þorvarðardóttur.



     1.      Hversu mikið magn fiskveiðiheimilda í þorski, ýsu, ufsa, rækju, kolmunna og steinbít hefur verið leigt milli útgerða (í aflamarkskerfi og krókaaflamarkskerfi) á fiskveiðiárunum 2006–2007, 2007–2008 og á yfirstandandi fiskveiðiári?
     2.      Hversu mikið magn aflaheimilda í rækju, skrápflúru, grálúðu, sandkola og ufsa hefur á framangreindu tímabili:
              a.      verið ónýtt (óveitt),
              b.      verið nýtt af sjálfum handhöfum aflaheimildanna?
     3.      Hversu mikið magn ónýttra aflaheimilda í þorski, ýsu, ufsa, rækju, kolmunna, steinbít, grálúðu og sandkola hefur verið fært milli ára á fyrrgreindu tímabili?
    Svar óskast einnig sundurliðað eftir hlutfalli af heildarkvóta í tilteknum tegundum.


Skriflegt svar óskast.