Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 56. máls.
137. löggjafarþing 2009.
Þskj. 67  —  56. mál.




Nefndarálit


um frv. til l. um breyt. á l. nr. 87/2004, um olíugjald og kílómetragjald, lögum nr. 29/1993, um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl., lögum nr. 39/1988, um bifreiðagjald, og lögum nr. 96/1995, um gjald af áfengi og tóbaki, með síðari breytingum.

Frá minni hluta efnahags- og skattanefndar.


    Nefndin fjallaði um frumvarpið á milli 2. og 3. umræðu og fékk á sinn fund Þorstein Þorgeirsson frá efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins.
    Minni hlutinn telur að af athugasemdum við frumvarpið verði ekki ráðið hver áhrif umræddar gjaldahækkanir muni hafa á útgjöld hins opinbera, svo sem vegna persónuafsláttar og annarra skuldbindinga sem bundnar eru vísitölu neysluverðs. Þá er ljóst að frumvarpið mun hafa neikvæð áhrif á verðtryggð lán heimila og fyrirtækja.
    Minni hlutinn gagnrýnir verklag við framsetningu frumvarpsins. Hann mælist til þess að úr því verði bætt svo að kjörnir fulltrúar geti tekið upplýstar ákvarðanir um svo mikilvægt mál.
    Minni hlutinn leggst gegn samþykkt frumvarpsins.

Alþingi, 28. maí 2009.


Eygló Harðardóttir,

frsm.

Tryggvi Þór Herbertsson.

Pétur H. Blöndal.


Þór Saari.