Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 10. máls.
137. löggjafarþing 2009.
Þskj. 158  —  10. mál.




Svar



sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við fyrirspurn Einars K. Guðfinnssonar um aflaheimildir utan höfuðborgarsvæðisins.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hversu stór hluti aflaheimilda er skráður á skip utan Reykjavíkur- og Suðvesturkjördæma? Svar óskast sundurliðað eftir úthlutuðum kvótabundnum tegundum.

    Eftirfarandi tafla sýnir heildaraflahlutdeild fiskiskipa eftir fisktegundum utan Reykjavíkur- og Suðvesturkjördæma hinn 26. maí 2009 sem hlutfall af hundraði:

Fisktegund Hlutfall (%) Fisktegund Hlutfall (%)
Þorskur 90,28 Kolmunni 93,02
Ýsa 90,23 Norsk-íslensk síld 95,30
Ufsi 76,02 Humar 98,48
Karfi 60,57 Úthafsrækja 96,23
Langa 89,29 Flæmingjarækja 97,49
Keila 88,57 Þorskur NL 66,25
Steinbítur 89,83 Þorskur RU 66,25
Úthafskarfi utan 70,28 Arnarfjarðarrækja 100,00
Skötuselur 92,91 Húnaflóarækja 100,00
Grálúða 67,22 Rækja í Djúpi 100,00
Skarkoli 85,36 Skagafjarðarrækja 100,00
Þykkvalúra 83,89 Öxarfjarðarrækja 100,00
Langlúra 95,67 Rækja í Skjálfanda 100,00
Sandkoli 86,49 Rækja í Breiðafirði 100,00
Skrápflúra 93,27 Arnarfjarðarskel 100,00
Síld 96,30 Breiðafjarðarskel 100,00
Loðna 93,77 Húnaflóaskel 100,00
Skel í Djúpi 100,00
Skel í Hvalfirði 100,00
Eldeyjarrækja 100,00