Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 4. máls.
137. löggjafarþing 2009.
Þskj. 221  —  4. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. um meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003, með síðari breytingum.

Frá umhverfisnefnd.



     1.      Við 1. gr.
       a.      A-liður orðist svo: Eftirfarandi skilgreiningar bætast við greinina í viðeigandi stafrófsröð:
                  Framleiðandi úrgangs: aðili sem veldur því að úrgangur myndast.
                  Tilkynnandi: hver sá sem hyggst flytja út úrgang eða láta flytja út úrgang og er skylt að tilkynna um það samkvæmt lögum þessum. Tilkynnandi er einn af eftirfarandi aðilum sem forgangraðast svo: framleiðandi úrgangs, sá sem meðhöndlar úrgang, flytjandi úrgangs. Ef enginn af framangreindum aðilum er þekktur er tilkynnandi sá sem hefur úrgang í vörslu sinni.
    b.    Við bætist nýr stafliður er orðist svo: Í stað orðanna „13. gr.“ í skilgreiningum á spilliefni og úrgangi kemur: 20. gr.
     2.      Við bætist ný grein er verði 3. gr. og orðist svo:
             Í stað orðanna „15. gr.“ í 1. mgr. 11. gr. laganna kemur: 22. gr.
     3.      Við b-lið 3. gr. (13. gr.)
                  a.      Á eftir orðunum „Tilgreina skal í reglugerð“ í 1. mgr. komi: sem ráðherra setur.
                  b.      Í stað orðanna „og sætir sú ákvörðun ekki endurskoðun æðra stjórnvalds“ í 3. mgr. komi nýr málsliður, svohljóðandi: Kæra til ráðherra frestar ekki réttaráhrifum ákvörðunar Umhverfisstofnunar.
     4.      Við 5. gr. Greinin orðist svo:
             Eftirfarandi breytingar verða á 13. gr. laganna, er verður 20. gr.:
        a.     Í stað orðanna „15. gr.“ í f-lið kemur: 22. gr.
        b.     Í stað orðanna „17. gr.“ í h-lið kemur: 24. gr.
        c.     Í stað k- og l-liðar koma sex nýir stafliðir, svohljóðandi:
                k.    eftirlit með flutningi úrgangs milli landa og tilkynningarskyldu þeirra sem meðhöndla og flytja slíkan úrgang, fjárhagslega ábyrgð og tryggingu skv. 17. gr.,
                l.    bann eða takmörkun á flutningi úrgangs til og frá tilteknum löndum, annars vegar til förgunar og hins vegar til endurnýtingar,
                m.    nánari atriði er varða ólöglegan útflutning, innflutning og umflutning á úrgangi og skyldur aðila til að taka úrgang til baka,
                n.    skrá sem framleiðandi úrgangs eða sá sem hefur úrgang í vörslu sinni skal halda, m.a. yfir magn og uppruna úrgangs, áfangastað og viðtakanda hans,
                o.    samþykki Umhverfisstofnunar, hvaða úrgangur er háður slíku samþykki og eyðublöð fyrir tilkynningu um flutning úrgangs, ásamt sértækum leiðbeiningum og hvaða upplýsingar og skjöl þurfa að fylgja tilkynningunni,
                p.    önnur atriði sem samræmast lögum þessum.

     5.      Á eftir 5. gr. er verði 6. gr. koma fimm nýjar greinar, svohljóðandi:
        a. (7. gr.)     
                     Í stað orðanna „20. gr.“ í 6. mgr. 19. gr. laganna kemur: 27. gr.
         b. (8. gr.)     
                     Í stað orðanna „a–d-lið 4. mgr. 19. gr.“ og „3. mgr. 21. gr“ í 2. mgr. 20. gr. laganna kemur: a–d-lið 4. mgr. 26. gr., og: 3. mgr. 28. gr.
         c. (9. gr.)     
                     Í stað orðanna „14. gr.“ í a-lið 22. gr. laganna og „16., 17. og 18. gr.“ í e-lið sömu greinar kemur: 21. gr., og: 23., 24. og 25. gr.
         d. (10. gr.)     
                     Í stað orðanna „17. gr.“ í 2. mgr. 24. gr. laganna kemur: 24. gr.
         e. (11. gr.)     
                     Í stað orðanna „15. gr.“ í 4. mgr. 26. gr. laganna kemur: 22. gr.
     6.      Á eftir 6. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
             Ríkisstjórninni er heimilt að staðfesta fyrir Íslands hönd ákvörðun sameiginlegu EES- nefndarinnar nr. 73/2008, frá 14. júní 2006, um breytingu á XX. viðauka (Umhverfismál) við EES-samninginn frá 2. maí 1992 og fella inn í samninginn reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1013/2006/EB um flutning úrgangs.