Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 54. máls.
137. löggjafarþing 2009.
Prentað upp.

Þskj. 250  —  54. mál.
Brottfall texta.




Nefndarálit



um till. til þál. um undirbúning mögulegrar umsóknar um aðild að Evrópusambandinu.

Frá meiri hluta utanríkismálanefndar.



    Nefndin fjallaði um málið samhliða 38. máli þar sem bæði málin varða umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu, þó með nokkuð mismunandi hætti. Um umfjöllun málanna vísar meiri hlutinn til nefndarálits í 38. máli á þingskjali 249.
    Meiri hlutinn lítur svo á að við umræður og meðferð nefndarinnar á 38. og 54. máli hafi verið fylgt þeirri leiðsögn sem gert er ráð fyrir í tillögu þingflokka Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í 54. máli. Nú liggur fyrir nefndarálit meiri hluta utanríkismálanefndar um 38. mál sem tekur á þeim þáttum sem tillagan í 54. máli gerir ráð fyrir. Meiri hlutinn telur að álitið sé í raun orðinn sá vegvísir sem tillaga þingflokka Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks gengur út frá að búinn verði til fyrir aðildarviðræður. Auk þess er í breytingartillögu meiri hlutans við 38. mál hnykkt á því að við viðræður skuli fylgja þeim sjónarmiðum um verklag og meginhagsmuni sem fram koma í nefndaráliti meiri hlutans. Því telur meiri hlutinn ekki efni til að álykta um tillöguna í 54. máli og leggur til að það verði afgreitt með svofelldri

RÖKSTUDDRI DAGSKRÁ:



    Þar sem færð hafa verið fyrir því gild rök að umfjöllun um málið hafi farið fram samhliða umfjöllun um 38. mál, sbr. þingskjal 249, og komið til móts við þau sjónarmið sem þar koma fram samþykkir Alþingi að tekið verði fyrir næsta mál á dagskrá.

Alþingi, 9. júlí 2009.



Árni Þór Sigurðsson,


form., frsm.


Valgerður Bjarnadóttir.


Helgi Hjörvar.



Þórunn Sveinbjarnardóttir.


Birgitta Jónsdóttir,


með fyrirvara.


Álfheiður Ingadóttir.