Þjóðaratkvæðagreiðsla um gildi laga nr. 1/2010

Föstudaginn 08. janúar 2010, kl. 10:50:53 (0)


138. löggjafarþing — 67. fundur,  8. jan. 2010.

þjóðaratkvæðagreiðsla um gildi laga nr. 1/2010.

352. mál
[10:50]
Horfa

dómsmála- og mannréttindaráðherra (Ragna Árnadóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil taka fram að gefnu tilefni að niðurstaðan varð sú í ráðuneytinu að láta við það sitja sem kemur fram í frumvarpinu, að upplýsingar verði birtar á vef Alþingis, og einmitt ekki að leggja það til að veita fé til andstæðra fylkinga. Okkur þótti það ekki vera neitt sérstakur kostur en ég tel að allsherjarnefnd fái tækifæri til að fjalla um hvort einhver slíkur hlutlaus aðili finnist sem geti útbúið kynningarefni sem gagnast allri þjóðinni.