Þjóðaratkvæðagreiðsla um gildi laga nr. 1/2010

Föstudaginn 08. janúar 2010, kl. 12:18:13 (0)


138. löggjafarþing — 67. fundur,  8. jan. 2010.

þjóðaratkvæðagreiðsla um gildi laga nr. 1/2010.

352. mál
[12:18]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (F) (andsvar):

Frú forseti. Það er í raun stórfurðulegt þegar ríkisstjórn Íslands kemur fram og lýsir því yfir gagnvart umheiminum, þar sem allir helstu fjölmiðlar heims eru að fylgjast með, að íslenskt efnahagslíf muni verða fyrir stórkostlegu tjóni af óábyrgri ákvörðun forseta Íslands, þeirra eigin forseta, og þetta stefni allri uppbyggingu í landinu í uppnám o.s.frv. Því sætir það undrun að skuldatryggingarálag Íslands skuli bara sveiflast eins og innan dags, eins og það hefur gert síðustu vikurnar, og gengi krónunnar haldist stöðugt og menn um allan heim tjái sig um það, hagfræðingar jafnt sem blaðamenn og aðrir álitsgjafar, að Ísland hafi þrátt fyrir allt tækifæri til að vinna sig út úr vandanum en Ísland megi ekki við aukinni skuldsetningu, þannig að þrátt fyrir það hvernig ríkisstjórnin hélt á málum og kynnti var tjónið samt hverfandi.