Þjóðaratkvæðagreiðsla um gildi laga nr. 1/2010

Föstudaginn 08. janúar 2010, kl. 19:39:35 (0)

138. löggjafarþing — 69. fundur,  8. jan. 2010.

þjóðaratkvæðagreiðsla um gildi laga nr. 1/2010.

352. mál
[19:39]
Horfa

Steinunn Valdís Óskarsdóttir (Sf):

Frú forseti. Ég vek athygli þingheims á því að það er brotið í blað hér í dag. Í fyrsta sinn í sögunni samþykkir Alþingi Íslendinga lög um þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er þverpólitísk samstaða um það í þessum sal að sameinast um þessi lög og ég fagna því að sjálfsögðu en um leið vænti ég þess að sú samstaða sem hér birtist í afgreiðslu þessa máls muni birtast þegar við ræðum stjórnarfrumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslur sem núna er til meðferðar í allsherjarnefnd og verður væntanlega tekið út á vormánuðum. Vonandi getum við orðið eins og aðrar þjóðir sem beita gjarnan þjóðaratkvæðagreiðslum, að í stórum og mikilvægum málum í framtíðinni útkljáum við ágreiningsefni í þjóðaratkvæðagreiðslum í mun meira og ríkara mæli en við gerum í dag.