Stjórn fiskveiða

Þriðjudaginn 02. febrúar 2010, kl. 18:41:12 (0)


138. löggjafarþing — 72. fundur,  2. feb. 2010.

stjórn fiskveiða.

174. mál
[18:41]
Horfa

Róbert Marshall (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég hef í sjálfu sér ekki meiru við mitt mál að bæta í þessum orðaskiptum við hv. þingmann. Ég held að við séum sammála um að hægt sé að ná einhverri sæmilegri niðurstöðu í þessu máli, sérstaklega ef það kemur fram að menn séu tilbúnir til að reikna sig sameiginlega að niðurstöðu þannig að tekið sé mið af skuldastöðu útgerðarinnar. Ég held að það sé algert lykilatriði.

En varðandi það sem ég sagði, um þá ákvörðun útvegsmanna að sigla flotanum í land, þá held ég að það hafi verið mistök hjá útvegsmönnum enda kom það í ljós, sérstaklega varðandi þann fund sem haldinn var í Vestmannaeyjum á dögunum, að flestöll skipin sem sigldu í land vegna þess fundar voru hvort eð er á leiðinni í land.