Stjórn fiskveiða

Fimmtudaginn 04. febrúar 2010, kl. 12:43:46 (0)


138. löggjafarþing — 74. fundur,  4. feb. 2010.

stjórn fiskveiða.

174. mál
[12:43]
Horfa

Árni Johnsen (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er eitt yfirlýsing um nýtingu og annað ákvörðun um stjórn á vinnslu. Það er ekki gerður neinn greinarmunur á þessu í frumvarpinu þar sem leitað er heimildar. Það er markviss stefna að nýta sem best allar auðlindir, það hefur greinin sjálf gert og lagt áherslu á, til að hámarka það verðmæti sem fæst fyrir hvert kíló, en það er markaðurinn sem ræður því. Hluti af vinnu sjávarútvegsins er að markaðssetja og afla markaða en það er aldrei í hendi hvað það gengur langt. Þess vegna gengur ekki að íslensk stjórnvöld ætli að fara að ákveða hvað er best fyrir markaðinn. Þar verður reynsla sjávarúvegsfyrirtækjanna að koma til og þeirra sem eru í fiskvinnslu á Íslandi. Þetta er grundvallaratriði og það er jafnvitlaust að halda áfram þessari umræðu, ef á að samþykkja þetta frumvarp, og að halda áfram, svo ég noti orð hv. þingmanns, (Forseti hringir.) veiðum á gulldeplunni við óljósar aðstæður.