Stjórn fiskveiða

Þriðjudaginn 16. febrúar 2010, kl. 14:11:49 (0)


138. löggjafarþing — 75. fundur,  16. feb. 2010.

stjórn fiskveiða.

174. mál
[14:11]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Þeir sem stunda frístundaveiðar eru á sóknarmarki eðli máls samkvæmt, en samkvæmt þessari grein er þeim jafnframt heimilt að fara í aflamark. Það er tvennt ólíkt og það hefur margoft verið sýnt fram á að það er ekki hægt að blanda þessum tveimur kerfum saman. Hér er sem sagt verið að gera það þrátt fyrir að það sé vitað að það er órökrétt og ekki hægt að réttlæta það til lengdar. Þess vegna sit ég hjá við þessa breytingartillögu. Ég tel að ekki eigi að blanda saman sóknarmarki og aflamarki í stjórn fiskveiða.