Stjórn fiskveiða

Þriðjudaginn 16. febrúar 2010, kl. 14:14:18 (0)


138. löggjafarþing — 75. fundur,  16. feb. 2010.

stjórn fiskveiða.

174. mál
[14:14]
Horfa

Sigurður Ingi Jóhannsson (F):

Virðulegi forseti. Þessi grein er á margan hátt nokkuð mótsagnakennd og í framsögu starfandi formanns, hv. þm. Ólínu Þorvarðardóttur, kom fram að um þessa grein og aðrar greinar væri lítill ágreiningur. Ég gat ekki orðið var við það í nefndinni. Þessi ákvæði eru, eins og fram hefur komið, mörg hver dálítið mótsagnakennd, um þau er talsverður ágreiningur hagsmunaaðila og þess vegna er þessi grein mjög vel til þess fallin að henni sé vísað inn í samráðsnefndina, að þar verði fjallað um málið og að lokum tekin ákvörðun um það hvaða leiðir skuli fara.

Mig langar að benda til að mynda á að línuívilnunarpotturinn er lögbundinn. Hann stækkar ekki við þetta, það eru einungis fleiri sem munu koma að þessu og það eru aðrir gallar í því. Svo tek ég undir þennan síðasta lið, í sambandi við forræðishyggjuna, sem við getum ekki stutt og þess vegna greiðum við atkvæði (Forseti hringir.) gegn þessari grein þó að margt í henni væri sjálfsagt áhugavert að skoða í samráðsnefndinni.