Stjórn fiskveiða

Þriðjudaginn 16. febrúar 2010, kl. 14:36:30 (0)


138. löggjafarþing — 75. fundur,  16. feb. 2010.

stjórn fiskveiða.

174. mál
[14:36]
Horfa

Ásbjörn Óttarsson (S):

Virðulegi forseti. Hér er verið að úthluta aflaheimildum til útgerða sem geta sannarlega ekki veitt þær aflaheimildir sem er úthlutað. Það liggur alveg ljóst fyrir að mjög margar útgerðir sem nú munu fá úthlutun í djúpkarfa hafa enga möguleika á að veiða þennan djúpkarfa. Það liggur fyrir áður en ákvörðun er tekin. Það eina sem mun gerast er að þeir sem eiga gullkarfann í dag, þ.e. minni togskip og minni bátar, munu þurfa að skipta við stórútgerðina á stuðli sem er sennilega 1:5 eða eitthvað því um líkt. Ég velti því fyrir mér núna í ljósi allra þessara orða sem margir hv. þingmenn hafa látið falla um sjávarútvegsmálin að meiri hlutinn á Alþingi skuli taka ákvörðun um að úthluta útgerðum aflaheimildum sem þær geta á engan veginn hátt veitt. Þær hafa engin tök á því og það er vitað fyrir fram.