Stöðugleikasáttmálinn

Mánudaginn 22. mars 2010, kl. 17:24:35 (0)


138. löggjafarþing — 97. fundur,  22. mars 2010.

stöðugleikasáttmálinn.

[17:24]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf):

Virðulegi forseti. Ég vil minna hv. þingmann á að lesa stöðugleikasáttmálann sem var gerður fyrir ári. Ég held að það hafi ekki verið minnst einu orði á skötusel í þeim sáttmála, (Gripið fram í: Það var yfirlýsing …) en það var minnst á (Gripið fram í.) ýmis önnur atriði sem snúa að efnahags- og atvinnulífinu sem skipta verulegu máli. Þessi skötuselur er ekki nema lítið brot af þessu. (Gripið fram í.) (Gripið fram í.) Já, já, Landssamband íslenskra útvegsmanna hefur verið með margar bókanir og við höfum átt marga fundi (Gripið fram í.) með Vilhjálmi Egilssyni, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, en þessi stöðugleikasáttmáli snýst ekki eingöngu um einhvern skötusel. (GÞÞ: Hvað ætlarðu að gera?) Um hvað snerist hann? Varðandi fiskveiðistjórnarkerfið? (GÞÞ: Hvað ætlarðu að gera?)

Má ég ljúka máli mínu?

(Forseti (SVÓ): Forseti biður hv. þingmenn að leyfa hæstv. forsætisráðherra að klára mál sitt.)

Hann snerist um það að reyna að koma til móts við Samtök atvinnulífsins og Landssamband íslenskra útvegsmanna að því er varðar fyrningarleiðina, fiskveiðistjórnarkerfið. (Gripið fram í: Það sem er …) Síðan kom skötuselsmálið í kjölfarið en ég mótmæli þessum málflutningi sem er alveg furðulegur hjá hv. þingmanni, (Forseti hringir.) að halda því fram að það sé bara hægt að ýta þessum stöðugleikasáttmála út af borðinu ef hér verður samþykkt ákvæði um skötuselinn. (ÞKG: Þið eruð …) Þetta er bara fráleitur og hlægilegur (Forseti hringir.) málflutningur hjá hv. þingmanni. Við munum halda (Forseti hringir.) áfram þessum stöðugleikasáttmála og ég minni enn á (Forseti hringir.) að ekki bara Samtök atvinnulífsins eru aðili að honum. (Gripið fram í.) (Forseti hringir.) Það er fjöldi annarra samtaka.