Stjórn fiskveiða

Mánudaginn 22. mars 2010, kl. 18:28:40 (0)


138. löggjafarþing — 97. fundur,  22. mars 2010.

stjórn fiskveiða.

174. mál
[18:28]
Horfa

Ásbjörn Óttarsson (S):

Virðulegi forseti. Hér er verið að fella úr gildi ákvæði um að þeir sem eru innan ákveðinnar viðmiðunarlínu, þ.e. útgerðir eða bátar frá Hornafirði að Grindavík, fá að sækja um í þennan pott. Það er vel að menn séu að reyna að sníða þennan agnúa af frumvarpinu því nógu eru þeir margir. Ég vil nefna að ég vakti athygli á þessu bæði við 1. og 2. umr. og spurði marga hv. þingmenn Suðurkjördæmis hvernig þeir ætluðu að greiða þessu atkvæði, að útiloka þennan hluta landsins að fá að sækja um í þennan réttláta pott að þeirra mati sem mér finnst reyndar arfavitlaus.

En það væri betur, virðulegi forseti, ef meiri hluti sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar hefði hlustað á fleiri ráðleggingar okkar í þessu máli. Þá væri það ekki eins slæmt og það er.