Stjórn fiskveiða

Mánudaginn 22. mars 2010, kl. 18:37:05 (0)


138. löggjafarþing — 97. fundur,  22. mars 2010.

stjórn fiskveiða.

174. mál
[18:37]
Horfa

Sigurður Ingi Jóhannsson (F):

Virðulegi forseti. Í þessu frumvarpi eru nokkur atriði sem hefði verið sjálfsagt og eðlilegt að fara með í gegnum þingið og það er enginn sem bannar ríkisstjórninni það þótt málið sé í sáttafarvegi. Hins vegar var alger óþarfi að fara með þau mál í gegn sem ágreiningurinn er um. Það var ekkert í samfélaginu sem hastaði á að keyra þau í gegn. Það er val ríkisstjórnarinnar að fara með þetta fram með þessum hætti. Það er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar og stjórnarmeirihlutans hvernig mál munu skipast í kjölfarið. Það er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar að sprengja upp stöðugleikasáttmálann út af þessu litla atriði. Ef þetta er svona lítið atriði að mati stjórnarþingmanna skil ég ekki af hverju þeir velja að henda stöðugleikasáttmálanum upp í loft vegna nokkur hundruð tonna af skötusel, eins og þeir segja. Af hverju í ósköpunum sameinast menn ekki um raunverulega sátt og samlyndi í (Forseti hringir.) svona gríðarlega mikilvægum málum í staðinn fyrir að keyra þau í gegn með átökum og látum?