Stjórn fiskveiða

Mánudaginn 22. mars 2010, kl. 18:45:51 (0)


138. löggjafarþing — 97. fundur,  22. mars 2010.

stjórn fiskveiða.

174. mál
[18:45]
Horfa

Ólína Þorvarðardóttir (Sf):

Frú forseti. Það sáttaferli sem hv. þingmönnum verður tíðrætt um á að geta haldið áfram sé raunverulegur vilji til sátta fyrir hendi, en til sátta þarf a.m.k. tvo, báða málsaðila, og hótanir og stríðsyfirlýsingar eru ekki leið til sátta. Hér er vissulega verið að breyta leikreglum, eins og bent hefur verið á, sem betur fer og þó fyrr hefði verið. Ég segi já.