Veitingastaðir, gististaðir og skemmtanahald

Þriðjudaginn 23. mars 2010, kl. 14:10:09 (0)


138. löggjafarþing — 98. fundur,  23. mars 2010.

veitingastaðir, gististaðir og skemmtanahald.

21. mál
[14:10]
Horfa

Atli Gíslason (Vg):

Frú forseti. Ég fagna samþykkt þessa frumvarps heils hugar og óska okkur öllum til hamingju með það. Alþjóðlegar rannsóknir sýna að þessir nektarstaðir eru gróðrarstía mansals, vændis, eiturlyfjasölu og eru undirstaða klámvæðingar. Ég þakka öllum sem hafa lagt hönd á plóg, ég hef getið þeirra í fyrri ræðum mínum en þó vil ég sérstaklega nefna nafn fyrrverandi hv. þm. Kolbrúnar Halldórsdóttur. Enn og aftur, til hamingju.