Hjúskaparlög, staðfest samvist o.fl.

Fimmtudaginn 25. mars 2010, kl. 14:08:53 (0)


138. löggjafarþing — 100. fundur,  25. mars 2010.

hjúskaparlög, staðfest samvist o.fl.

485. mál
[14:08]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr) (andsvar):

Frú forseti. Þetta er eiginlega meðsvar. Mig langar að þakka hæstv. dóms- og mannréttindamálaráðherra fyrir að leggja fram þetta frumvarp um ein hjúskaparlög í landinu. Ég styð það og fagna því og vona að það verði að lögum sem fyrst. Um er að ræða aukin mannréttindi og mér finnst að Ísland eigi alltaf að vera í fararbroddi þegar kemur að mannréttindum því að í þannig landi vil ég búa. Því þakka ég hæstv. ráðherra fyrir frumkvæðið.