Orð seðlabankastjóra um innstæðutryggingar

Mánudaginn 26. apríl 2010, kl. 15:30:53 (0)


138. löggjafarþing — 111. fundur,  26. apr. 2010.

orð seðlabankastjóra um innstæðutryggingar.

[15:30]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir alveg ágætlega skýr svör. Ef ég hef skilið hæstv. ráðherra rétt er ég sammála honum um að það er mjög mikilvægt að fara mjög varlega í þær breytingar sem gerðar verða varðandi þetta mál og þessar tryggingar til þess að skapa ekki óróa og uppþot. Því má velta því fyrir sér hvort til greina komi að ríkisvaldið haldi þessari yfirlýsingu í gildi í einhvern ákveðinn tíma á meðan hið nýja innstæðukerfi er að byggja sig upp eða að öðlast trúverðugleika og sess þannig að ekki sé höggvið á þetta á einhverjum ákveðnum tímapunkti og nýtt kerfi skilið eftir í óvissu. Ég held að við getum verið sammála um að það sé betra að fara að öllu með gát en ekki að gera þetta í einu vetfangi, eins og ágætur seðlabankastjóri (Forseti hringir.) nefnir í viðtali.