Sveitarstjórnarlög

Þriðjudaginn 27. apríl 2010, kl. 14:54:41 (0)


138. löggjafarþing — 112. fundur,  27. apr. 2010.

sveitarstjórnarlög.

452. mál
[14:54]
Horfa

Frsm. samgn. (Björn Valur Gíslason) (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég gleðst yfir því að hafa glatt hv. þingmann hér áðan, hins vegar segir hann sem oft áður ósatt um það að ég hafi lagt blessun mína yfir mál sem ég hafði hvorki kynnt mér né séð. Það er ósatt hjá honum og ég óska eftir því að hann leiðrétti það í það minnsta hvað það mál sem hann nefndi hér varðar. Ég hef ekki lagt í vana minn að styðja eða hafna málum sem ég þekki ekki, kannast ekki við eða hef ekki kynnt mér og geri ekki ráð fyrir að hv. þm. Pétur H. Blöndal geri það heldur, enda er hann ekki þekktur að því.