Umferðarlög

Fimmtudaginn 06. maí 2010, kl. 14:17:01 (0)


138. löggjafarþing — 118. fundur,  6. maí 2010.

umferðarlög.

553. mál
[14:17]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mig langar að spyrja hæstv. ráðherra í ljósi þess að í 43. gr. er kveðið á um lágmarkshæð farþega á bifhjóli. Vísað er til laga um öryggispúða í bílum og þess háttar. Er þetta sambærilegt, hæstv. ráðherra?

Síðan langar mig að spyrja ráðherrann út í 92. gr. Er það virkilega svo, hæstv. ráðherra, að markmið frumvarpsins og markmið ráðherra og ríkisstjórnarinnar, sé að færa verkefni lögreglunnar til Vegagerðarinnar? Á að búa til sérstaka vegalögreglu eins og við þekktum í gamla daga, sem var reyndar hluti af hinni venjulegu lögreglu? Hver er hugsunin með því að færa vald lögreglunnar til Vegagerðarinnar, hæstv. ráðherra? Mér finnst nánast óskiljanlegt að málin séu flækt með þessum hætti.