Breytingar á Stjórnarráðinu

Mánudaginn 10. maí 2010, kl. 15:06:15 (0)


138. löggjafarþing — 120. fundur,  10. maí 2010.

breytingar á Stjórnarráðinu.

[15:06]
Horfa

Einar K. Guðfinnsson (S):

Virðulegi forseti. Oft hefur hæstv. fjármálaráðherra verið bæði skýrmæltari og afdráttarlausari í svörum sínum. Ég get satt að segja ekki áttað mig neitt á því hver er líkleg niðurstaða í þessu máli, hvort hæstv. ráðherra ætlar að framfylgja stefnumótun síns eigin flokks sem hann tók sjálfur þátt í að móta í byrjun þessa árs eða hvort hann ætlar að leggjast flatur fyrir hugmyndum Samfylkingarinnar.

Þetta mál snýst um að annars vegar er verið að takast á um hvort sameina eigi þessi ráðuneyti eða falla frá því. VG hvatti til þess á fundi sínum í byrjun ársins að fallið yrði frá þessu, með kurteislegum orðum að vísu, en það fór ekkert á milli mála hver tónninn var. Það liggur líka fyrir að bæði sjávarútvegurinn og landbúnaðurinn eru á móti þessu. Hér er verið að boða uppstokkun sem m.a. mun hafa það í för með sér að veikja stjórnskipulega stöðu landbúnaðarins og jafnframt að kasta út (Forseti hringir.) úr sjávarútvegsráðuneytinu mikilvægum þáttum sjávarútvegsmálanna. Ég trúi því ekki að hæstv fjármálaráðherra ætli að taka sér það hlutverk að vera einhvers konar útkastari við þær aðstæður.