Sameining ráðuneyta

Mánudaginn 10. maí 2010, kl. 15:14:30 (0)


138. löggjafarþing — 120. fundur,  10. maí 2010.

sameining ráðuneyta.

[15:14]
Horfa

fjármálaráðherra (Steingrímur J. Sigfússon) (Vg):

Frú forseti. Í samstarfsyfirlýsingu stjórnarflokkanna er meginbreytingarhugmyndunum lýst en það eru ekki tímasetningar inni í þeim umfram það sem strax var gefið upp, að hafist yrði handa við að stofna efnahags- og viðskiptaráðuneyti. Ég á frekar von á því að Alþingi verði gert með einhverjum hætti grein fyrir stöðu þessara mála áður en það lýkur störfum í vor. Hvort það verður með því að frumvarp komi fram eða að með öðrum hætti verði gerð grein fyrir því á hvaða vegi og vegferð þessi vinna er stödd, get ég ekki nákvæmlega svarað núna. En ég vona að hv. þingmaður þoli að hafa þá biðlund að þetta klárist á þeim vettvangi þar sem það er til umfjöllunar núna og síðan sjáum við hvað verður með framhaldið. Ég get ekki gefið upp endanlegar tímasetningar í þessum efnum einfaldlega vegna þess að þær hafa ekki verið ákveðnar. Það er hið heiðarlega og rétta svar í þessum efnum. (SDG: Það er nógur tími til stefnu.)