Fyrirkomulag óundirbúinna fyrirspurna

Mánudaginn 10. maí 2010, kl. 15:42:14 (0)


138. löggjafarþing — 120. fundur,  10. maí 2010.

fyrirkomulag óundirbúinna fyrirspurna.

[15:42]
Horfa

Sigmundur Ernir Rúnarsson (Sf):

Virðulegi forseti. Ég kem upp til að taka undir með stjórnarandstöðunni. Ég held að það sé mjög mikilvægt að fjölga þessum fyrirspurnatímum og hafa þá jafnvel lengri vegna þess að ef það er eitthvað sem við getum lært af hinni miklu rannsóknarskýrslu Alþingis, sem er vitaskuld fyrst og fremst lærdómsrit sem við eigum að taka mark á, er það að þingið, bæði stjórn og stjórnarandstaða, þarf að veita framkvæmdarvaldinu meira aðhald, málefnalegt aðhald. Ég held að það væri vel til fundið að fjölga þessum tímum og lengja þá til þess eins að auka aðhald löggjafarvaldsins. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)