Fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda

Mánudaginn 10. maí 2010, kl. 16:51:11 (0)


138. löggjafarþing — 120. fundur,  10. maí 2010.

fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda.

597. mál
[16:51]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þingmaður spyr hvaða rök ég telji fyrir því að lögaðilar geti enn styrkt stjórnmálaflokka og stjórnmálamenn. Ég vil svara því til, sem fram kom í framsöguræðu minni, að ég hygg að við séum í fremstu röð landa um það að hafa gegnsæi og upplýsingaskyldu að því er varðar fjármál stjórnmálaflokka. Ég tel að þær skorður sem þarna eru settar, bæði varðandi lögaðila og einstaklinga, séu hóflegar eins og kom fram í mati mínu. Ég held að stjórnmálaflokkar séu partur af lýðræðinu í samfélaginu og þegar búið er að setja hóflegar skorður við þessu framlagi tel ég réttlætanlegt að þetta sé heimilað og bendi á það sem fram kom í mínu máli hér áðan að hvergi annars staðar á Norðurlöndunum eru sett hámörk að því er varðar framlög lögaðila til stjórnmálaflokka.