Fjármálafyrirtæki

Mánudaginn 31. maí 2010, kl. 13:44:05 (0)


138. löggjafarþing — 128. fundur,  31. maí 2010.

fjármálafyrirtæki.

343. mál
[13:44]
Horfa

Frsm. meiri hluta viðskn. (Lilja Mósesdóttir) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Hv. þm. Gunnar Bragi Sveinsson gagnrýnir að í þessu frumvarpi sé að finna kröfu um að stjórnarmenn og framkvæmdastjórar skuli hafa háskólapróf. Sambærilegt ákvæði var í frumvarpi um vátryggingastarfsemi. Ef ég man rétt greiddi hv. þingmaður ekki atkvæði með því ákvæði. Ég bendi hv. þingmanni á að klára að lesa þetta ákvæði, það stendur nefnilega jafnframt að stjórnarmenn og framkvæmdastjórar eigi að búa yfir nægilegri þekkingu og starfsreynslu. Þetta þýðir með öðrum orðum að það er ekki nóg að vera nýútskrifaður hagfræðingur, viðskiptafræðingur eða lögfræðingur. Umsækjandi þarf líka að hafa reynslu á sviði fjármálastarfsemi til þess að geta sest í stjórnarstól eða orðið framkvæmdastjóri.

Ég vil jafnframt geta þess að Fjármálaeftirlitið getur veitt undanþágu frá menntunarkröfum en ekki reynslukröfum. Manneskja eins og ég sem hefur eytt mörgum milljónum í menntun er ekki hæf til þess að sitja í stjórn þessara fyrirtækja vegna reynsluleysis.

Ég spyr hv. þingmann hvort skoðun hans á þessu ákvæði hafi eitthvað breyst við þessar upplýsingar.