Fjármálafyrirtæki

Mánudaginn 31. maí 2010, kl. 16:12:50 (0)


138. löggjafarþing — 128. fundur,  31. maí 2010.

fjármálafyrirtæki.

343. mál
[16:12]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Það voru ekki eigendur sem rændu fyrirtæki sín, það voru sumir eigendur sem rændu fyrirtæki annarra, sem þeir áttu með öðrum. Þessir „aðrir“ hafa ekki traust lengur. Sumir þeirra eru búnir að tapa sínu, aðrir eiga peninga enn þá. Svo eru aðrir sem eiga kannski peninga en hafa heyrt sögur af vinum sínum og vandamönnum sem hafa tapað á hlutabréfum og stofnbréfum. Það verður, frú forseti, að laga þetta traust sem allra fyrst. Fyrr kemur ekkert áhættufé inn í íslenskt atvinnulíf né lánsfé. Án áhættufjár og lánsfjár verður engin atvinnusköpun, án atvinnusköpunar höfum við áfram atvinnuleysi og með atvinnuleysi höfum við áfram vanda heimilanna.