Fjármálafyrirtæki

Þriðjudaginn 01. júní 2010, kl. 15:19:21 (0)


138. löggjafarþing — 129. fundur,  1. júní 2010.

fjármálafyrirtæki.

343. mál
[15:19]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F):

Frú forseti. Ég ætla sérstaklega að fá að fagna 17. gr. Þarna erum við að setja mjög skýra lagagrein um það að fjármálafyrirtækjum sé óheimilt að veita lán sem eru tryggð með veði í hlutabréfum eða stofnfjárbréfum útgefnum af fyrirtækinu. Eins og rannsóknarnefndin benti á var þetta ein lykilástæða þess að svo fór sem fór í íslenska bankakerfinu.