Fjármálafyrirtæki

Þriðjudaginn 01. júní 2010, kl. 15:20:39 (0)


138. löggjafarþing — 129. fundur,  1. júní 2010.

fjármálafyrirtæki.

343. mál
[15:20]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S):

Virðulegi forseti. Í þessari grein er kveðið á um hvernig skuli tilkynna þegar eigendur eða sami aðili hyggst auka við eignarhlut sinn. Þetta ákvæði væri óþarft ef farið væri að hugmyndum okkar sjálfstæðismanna þar sem eignarhald tengdra aðila yrði t.d. takmarkað við 10 eða 15%. Ég vil beina því til nefndarinnar að huga mjög vel að því hvort ekki beri að takmarka eignarhald á fjármálafyrirtækjum þegar nefndin tekur þetta aftur til umræðu.