Stjórnlagaþing

Þriðjudaginn 08. júní 2010, kl. 14:30:08 (0)


138. löggjafarþing — 133. fundur,  8. júní 2010.

stjórnlagaþing.

152. mál
[14:30]
Horfa

Frsm. meiri hluta allshn. (Róbert Marshall) (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég vil ekki fara að eiga orðastað um upplifanir hv. þingmanns á ásetningi ríkisstjórnarinnar í þessu máli. Hann lýsir þeim hér og ég er sannfærður um að hann talar þar frá dýpstu hjartarótum. Ég er ekki sömu skoðunar. En það er einlægur ásetningur minn sem þingmanns á Alþingi að ráðist verði í þessar breytingar. Ég tel það gríðarlega mikilvægt skref, eins og ég lýsti í ræðu minni, í endurreisn okkar samfélags í því að byggja upp nýtt traust á milli fólksins og á milli þjóðarinnar og stofnana stjórnskipunarinnar. Það held ég að hafi skaðast mikið á síðustu 2–3 árum og við þurfum að ráðast í að lagfæra það.