Stjórnlagaþing

Þriðjudaginn 08. júní 2010, kl. 21:43:14 (0)


138. löggjafarþing — 133. fundur,  8. júní 2010.

stjórnlagaþing.

152. mál
[21:43]
Horfa

Óli Björn Kárason (S) (andsvar):

Frú forseti. Aðalbaráttumál hæstv. forsætisráðherra er að koma frumvarpinu um stjórnlagaþing í gegn. Ef ekki er nauðsynlegt að höfundur og aðalhugmyndafræðingur frumvarpsins sé í salnum þegar aðalumræða á sér stað, þá er það gott. Þá skal þingheimur taka málið í sínar hendur og afgreiða það með sínum hætti og á sínum hraða en ekki eftir ósk framkvæmdarvaldsins eins og hv. formaður allsherjarnefndar er að reyna að gera og þóknast framkvæmdarvaldinu. (RM: Þá erum við sammála.)