Stjórnlagaþing

Þriðjudaginn 08. júní 2010, kl. 21:46:27 (0)


138. löggjafarþing — 133. fundur,  8. júní 2010.

stjórnlagaþing.

152. mál
[21:46]
Horfa

Óli Björn Kárason (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég held að ég hefði bara getað haldið þessa ræðu sem hv. þm. Þráinn Bertelsson hélt hér áðan og hef litlu við hana að bæta. Ég bara bendi á að þær hugmyndir sem hv. þingmaður og Njörður P. Njarðvík og fleiri hafa haft eru nú svona nær samhljóða þeirri tillögu sem sjálfstæðismenn hafa lagt hér fram. Mér finnst furðulegt að menn geti ekki, jafnvel harðir talsmenn stjórnlagaþings, tekið undir með Nirði P. Njarðvík að þessu leyti og hv. þm. Þráni Bertelssyni.