Stjórnlagaþing

Þriðjudaginn 08. júní 2010, kl. 21:53:35 (0)


138. löggjafarþing — 133. fundur,  8. júní 2010.

stjórnlagaþing.

152. mál
[21:53]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Þetta er einmitt það sem ég vildi fá skarpari sýn hv. þingmanns á. Ég tel að það eigi að vera mjög erfitt að breyta stjórnarskránni. Það á vera virkilega erfitt. Það á að gerast einstaka sinnum. Þess vegna mundi ég vilja hafa mörkin í svona þjóðaratkvæðagreiðslu til að breyta stjórnarskránni — sem ég tel vera æskilegt af því að ég er hlynntur þjóðaratkvæðagreiðslum — þannig að jafnvel 60% kjósenda yrðu að samþykkja það, jafnvel 65% allra kjósenda yrðu að samþykkja það. Þannig að ef þátttakan yrði minni en 65% þá væri sú breyting fallin. Það á að vera samstaða um stjórnarskrá af því að þetta er eitthvað sem öll þjóðin á að vera sátt við og það gengur ekki, eins og hér er að fara að gerast, að einhver minni hluti fari að samþykkja eitthvað í krafti flokksræðis o.s.frv. Ég tel því að það eigi að vera mjög erfitt að breyta stjórnarskránni.