Stjórnlagaþing

Þriðjudaginn 08. júní 2010, kl. 22:48:21 (0)


138. löggjafarþing — 133. fundur,  8. júní 2010.

stjórnlagaþing.

152. mál
[22:48]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég deili ekki þessum ótta með hv. þingmanni. Ég treysti fólki til að kjósa margbreytilegan hóp á þetta þing. Ég bendi líka á að þarna yrði um einn lista að ræða, það yrði um persónukjör að ræða þannig að það er ýmislegt ólíkt því sem er um þingið hér.

Ég held að við þessi 25–31 séum ekki alslæm og kannski er það það versta sem við höfum gert að við höfum hlustað of mikið á þá sem fyrir voru og höfum ekki breytt nægilega miklu. Ég hef engar áhyggjur þó að þarna komi nýtt fólk með nýjar aðferðir, ekki nokkrar.