Stjórnlagaþing

Þriðjudaginn 08. júní 2010, kl. 22:54:50 (0)


138. löggjafarþing — 133. fundur,  8. júní 2010.

stjórnlagaþing.

152. mál
[22:54]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég ætla rétt að vona að áhugi verði á að ná áhrifum í þessu stjórnlagaþingi, annars væri til lítils að fara af stað með það. Lífið er pólitík þannig að ég vonast kannski helst til þess að hin hefðbundna flokkspólitísk mundi riðlast og þarna kæmi fólk með skoðanir sínar og kannski sumir sem ekki hefðu starfað í stjórnmálum. En fólk hefur skoðanir á Evrópumálum og aðrir hafa skoðanir á umhverfismálum og varla ætlum við að fara að gera því upp að þegar við semjum stjórnarskrá þá megi enginn hafa áhuga á því. En fólk kæmi fram, kynnti skoðanir sínar rétt eins og við gerum og ég sé ekki hver er hættan við það. Ég tel að Alþingi hafi ekki unnið það verkefni að koma því í gegn að búa okkur til nýja stjórnarskrá og ég held að við þurfum stjórnlagaþing til þess og þess vegna mæli ég fyrir því.