Framhaldsskólar

Miðvikudaginn 09. júní 2010, kl. 20:51:56 (0)


138. löggjafarþing — 134. fundur,  9. júní 2010.

framhaldsskólar.

578. mál
[20:51]
Horfa

Frsm. meiri hluta menntmn. (Oddný G. Harðardóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þingmaður segir í nefndarálitinu að hún telji að menntamálanefnd eigi að íhuga alvarlega að standa að breytingum á grunnskólalögum. Nú er það svo að hlutverk löggjafans og framkvæmdarvaldsins er að standa vörð um réttindi nemenda.

Ég vil spyrja aftur: Mun hv. þingmaður treysta sér til að standa að lagabreytingum sem veita skuldugum sveitarfélögum heimild til að bjóða færri skóladaga eða færri kennslustundir á viku en börn fá í þeim sveitarfélögum sem betur eru sett? Telur hv. þingmaður að það sé fullkannað að ekki sé hægt að hagræða í rekstri þeirra sveitarfélaga og því þurfi að grípa til lagabreytinga sem mismuna börnum með þessum hætti?