Stjórnlagaþing

Laugardaginn 12. júní 2010, kl. 11:20:45 (0)


138. löggjafarþing — 138. fundur,  12. júní 2010.

stjórnlagaþing.

152. mál
[11:20]
Horfa

Birkir Jón Jónsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Fyrir einu og hálfu ári samþykkti flokksþing framsóknarmanna að flokkurinn mundi stefna að því að stjórnlagaþing yrði haldið þar sem þjóðin fengi aðkomu að því að semja nýja stjórnarskrá. Við erum hér, einu og hálfu ári síðar, að samþykkja þetta stefnumið og þess vegna er ég mjög glaður í dag að við skulum hafa náð þessum áfanga. Hér er verið að ná fram lýðræðisumbótum í samfélaginu, hér er verið að hefja mjög merkilegt ferli, verið að stíga mjög sögulegt skref í sögu lýðveldisins. Ég fagna því að breið samstaða sé að nást um þetta mikilvæga mál á vettvangi þingsins. Það er mikilvægt að þing og þjóð gangi í takt og að við séum að ná stórum áfanga í dag. Ég segi: Til hamingju, Ísland.