Stjórnlagaþing

Laugardaginn 12. júní 2010, kl. 11:27:15 (0)


138. löggjafarþing — 138. fundur,  12. júní 2010.

stjórnlagaþing.

152. mál
[11:27]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég segi: Loksins, loksins. Í febrúar 2009 lagði Framsóknarflokkurinn fram tillögu um að styðja minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri grænna. Við settum fram þrjú skilyrði og eitt af þeim var stjórnlagaþingið þannig að nú, rúmu ári seinna, getum við sagt að minnihlutastjórnin sé að standa við loforð sitt gagnvart Framsóknarflokknum. Til hamingju, Ísland og til hamingju, þingmenn.