Samgönguáætlun fyrir árin 2009--2012

Þriðjudaginn 15. júní 2010, kl. 13:35:16 (0)


138. löggjafarþing — 142. fundur,  15. júní 2010.

samgönguáætlun fyrir árin 2009--2012.

582. mál
[13:35]
Horfa

Árni Johnsen (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Það er eitt atriði sem hér hefur komið til umræðu, það er sú ákvörðun Evrópusambandsins að taka fyrir aðildarumsókn Íslands að sambandinu á þjóðhátíðardegi Íslendinga. Það er argasti dónaskapur. Það er smekkleysa, það er tillitsleysi og það er dómgreindarleysi. Þjóðhátíðardagur Íslendinga er helgur dagur fyrir íslenska þjóð og aðrar þjóðir, þó ekki væri nema fyrir eðlilegar kurteisissakir, ættu að virða það og ættu ekki að hreyfa við neinu sem menn vita að er umdeilanlegt og ekki samstaða um, á þeim degi.

Ég óska eftir því að forseti Alþingis mótmæli fyrir hönd íslenskra alþingismanna að þessi dagur sé valinn til að fikta í þessum málum.