Samgönguáætlun fyrir árin 2009--2012

Þriðjudaginn 15. júní 2010, kl. 13:40:13 (0)


138. löggjafarþing — 142. fundur,  15. júní 2010.

samgönguáætlun fyrir árin 2009--2012.

582. mál
[13:40]
Horfa

Árni Þór Sigurðsson (Vg) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Mér finnst mikilvægt að menn haldi ró sinni á þessum síðasta eða næstsíðasta eða þarnæstsíðasta degi þingsins og fari ekki alveg á límingunum. Eins og ég lýsti áðan verður utanríkismálanefnd að sjálfsögðu kölluð saman ef þess er óskað.

Hvað Kína varðar og hv. þm. Pétur H. Blöndal nefndi þá var rætt um það á síðasta fundi í utanríkismálanefnd. Ráðuneytisstjórinn í utanríkisráðuneytinu og seðlabankastjóri komu á fund utanríkismálanefndar til að gera grein fyrir því máli og fóru fram prýðileg skoðanaskipti og nefndin fékk ágætar upplýsingar um efnið. En ég ítreka varðandi Evrópusambandsmálið að ég veit ekki til annars en að allir hafi sagt að Ísland ætli að sjálfsögðu að standa við skuldbindingar sínar. Ég veit ekki til þess að það sé nein túlkun á því sem hangir á spýtunni í tengslum við þá frétt sem hv. þm. Óli Björn Kárason vísaði til. En það er sjálfsagt (Forseti hringir.) að fara yfir það á vettvangi utanríkismálanefndar og leiða málið til lykta á þeim vettvangi.