Samgönguáætlun fyrir árin 2009--2012

Þriðjudaginn 15. júní 2010, kl. 13:44:45 (0)


138. löggjafarþing — 142. fundur,  15. júní 2010.

samgönguáætlun fyrir árin 2009--2012.

582. mál
[13:44]
Horfa

Óli Björn Kárason (S) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég er einn af þeim sem æsa sig stundum og verð örugglega æstur þegar kemur að Icesave-málum því sporin hræða þegar kemur að þeim efnum og ríkisstjórn hinnar norrænu velferðar.

Í hollenska útvarpinu kemur einnig fram að Bretar og Hollendingar vinni að því að gera það að skilyrði að Íslendingar greiði til baka það fé sem ríkin þurftu að greiða vegna Icesave-reikninga Landsbankans, 3,8 milljarða evra. Síðan segir Reuters, eins og ég vakti athygli á, að Bretar og Hollendingar sem gera þessa kröfu líti svo á að þeir séu búnir að fá tryggingu fyrir því að féð verði greitt.

Spurningin er: Er viturlegt, frú forseti, að þingi verði slitið þegar við horfum til sögunnar og reynslu okkar af samningaviðræðum þessarar ríkisstjórnar um Icesave? (Forseti hringir.) Eigum við að fara í sumarfrí þegar slíkar fréttir eru bornar á borð fyrir okkur (Forseti hringir.) og við vitum ekkert í okkar haus hvað er rétt og hvað ekki?