Kosningar í nefndir og ráð

Þriðjudaginn 15. júní 2010, kl. 20:02:26 (0)


138. löggjafarþing — 142. fundur,  15. júní 2010.

um fundarstjórn.

[20:02]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S):

Virðulegi forseti. Ég kem hingað upp til að vekja athygli á því og beina því til Alþingis, þar sem við erum nú að kjósa í fyrsta sinn eftir nýjum lögum um dómstóla, þar sem Alþingi á að kjósa einn aðalmann og einn varamann, að það liggur í hlutarins eðli að samkomulag þarf að nást milli flokka um viðkomandi einstaklinga. Án þess að ég vilji á nokkurn hátt rýra þá einstaklinga sem hér hefur verið kosið um — og ég óska þeim góðs gengis í störfum sínum — held ég að það sé til athugunar fyrir okkur hér hvort þetta verklag sé nákvæmlega það sem reynist árangursríkast. Ég velti þeirri spurningu upp að jafnvel þótt Alþingi eigi að tilnefna einn fulltrúa, hvort það sé hugmynd að fram komi, ef ekki næst um það samstaða, tveir listar sem kosið er á milli.