Samgönguáætlun fyrir árin 2009--2012

Þriðjudaginn 15. júní 2010, kl. 20:11:17 (0)


138. löggjafarþing — 142. fundur,  15. júní 2010.

samgönguáætlun fyrir árin 2009--2012.

582. mál
[20:11]
Horfa

Sigurður Kári Kristjánsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Sem íbúi í Reykjavík og þingmaður Reykjavíkur get ég ekki orða bundist og bendi á það að hæstv. samgönguráðherra virðist ekki gera ráð fyrir því að ráðast þurfi í vegaframkvæmdir á suðvesturhorninu og fólk þurfi að ferðast á milli staða hér í Reykjavík. Miðað við þær tölur sem fram koma í þessari tillögu er gert ráð fyrir því að árunum 2010–2013 verði 15 milljónum varið í vegagerð í Reykjavík.

Á sama tímabili er gert ráð fyrir framkvæmdum í vegamálum í kjördæmi hæstv. ráðherra upp á 5,5 milljarða. Ég lít þannig á að þessi tillaga sé engin framkoma sem sómi er að (Forseti hringir.) gagnvart Reykvíkingum og get því ekki stutt hana.