Innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta

Þriðjudaginn 15. júní 2010, kl. 22:34:58 (0)


138. löggjafarþing — 142. fundur,  15. júní 2010.

innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta.

255. mál
[22:34]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Lilju Mósesdóttur fyrir framsögu hennar og samstarf um þetta mál í nefndinni.

Mig langar til að spyrja hv. þingmann hver sé eiginlega hugsunin á bak við þá tillögu að stofna A- og B-deild og hvort ekki hefði verið eðlilegra annaðhvort að fara þá leið að stofna algjörlega nýjan innstæðutryggingarsjóð og skilja þá gamla innstæðutryggingarsjóðinn eftir til þess að klippa algjörlega á milli eða þá hreinlega að vera áfram bara með eina deild og að þá væri hægt að nýta innborganirnar sem koma frá fjármálakerfinu út af tryggðum innstæðum til þess að borga upp í þær skuldbindingar sem innstæðutryggingarsjóðurinn gamli stendur frammi fyrir. Áhugavert væri að heyra frá þingmanninum rökin fyrir því af hverju þessi leið var valin af stjórnarliðum og hver séu rökin á móti hinum tveimur leiðunum.