138. löggjafarþing — 142. fundur,  16. júní 2010.

erfðabreyttar lífverur.

516. mál
[03:21]
Horfa

Birgir Ármannsson (S):

Hæstv. forseti. Ég greiði atkvæði gegn þessari tillögu og raunar greiddum við sjálfstæðismenn atkvæði áðan gegn 2.–14. gr., svo breyttum. Við sýnum þar með þá afstöðu okkar að við teljum að málið hafi alls ekki verið komið í þann búning að fullnægjandi væri. Við gátum stutt breytingartillögurnar sem voru í rétta átt en málið er samt alls ekki í þeim búningi að það sé tilbúið eins og við gerðum grein fyrir í umræðum hér fyrr í kvöld og því getum við ekki fallist á að það verði afgreitt lengra að svo stöddu.