138. löggjafarþing — 142. fundur,  16. júní 2010.

innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta.

255. mál
[03:25]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr):

Frú forseti. Ég tek undir með hv. þm. Guðlaugi Þór Þórðarsyni, þetta er stórhættulegt mál. Við erum að hækka verndina upp í 100.000 evrur frá næstu áramótum og mér finnst þetta vera algjörlega falskt öryggi. Þetta er svona eins og að setja límmiða í gluggann í staðinn fyrir að setja öryggiskerfi og brunavarnakerfi.

Ég legg til að þessu verði vísað til ríkisstjórnarinnar og henni falið að leita samstarfs við stærri og burðugri tryggingarsjóði á erlendri grund.