138. löggjafarþing — 142. fundur,  16. júní 2010.

stjórnlagaþing.

152. mál
[03:41]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Í þessu máli hefur legið ljóst fyrir frá upphafi að við í þingflokki Sjálfstæðisflokksins styddum ekki þá hugmynd sem ríkisstjórnin lagði upp með, að efna til sérstaks stjórnlagaþings. Við höfum hins vegar tekið þátt í vinnu á vettvangi allsherjarnefndar við að reyna að lagfæra og betrumbæta frumvarpið eins og það kom hér fram og teljum að breytingar sem orðið hafa á því séu vissulega til bóta. Við teljum að með því fyrirkomulagi sem nú er gert ráð fyrir verði allt ferlið vandaðra og betra en ella. Við vekjum líka athygli á því að það verður trúlega miklu ódýrara en upphaflega var lagt upp með.

Eftir stendur að við föllumst ekki á hugmyndina um (Forseti hringir.) stjórnlagaþing og getum ekki stutt það eins og mun birtast í atkvæðagreiðslu hér á eftir.