138. löggjafarþing — 142. fundur,  16. júní 2010.

stjórnlagaþing.

152. mál
[03:43]
Horfa

Siv Friðleifsdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Allir stjórnmálaflokkar á Íslandi nema einn vilja fá stjórnlagaþing, allir nema Sjálfstæðisflokkurinn. Framsóknarflokkurinn vill stjórnlagaþing, vildi reyndar bindandi stjórnlagaþing, hefur haft það á stefnuskrá sinni, en Sjálfstæðisflokkurinn eyðilagði það í aðdraganda síðustu kosninga með málþófi (Gripið fram í.) þannig að það er útilokuð leið í augnablikinu.

Þess vegna styðjum við það með gleði að við fáum ráðgefandi stjórnlagaþing. Við munum gera allt sem við getum til að standa vel að baki því og erum mjög stolt af því að nú munum við greiða atkvæði saman um það að við fáum nýja stjórnarskrá í hendurnar frá ráðgefandi stjórnlagaþingi hingað inn á þingið. Þá er það undir okkur komið að rísa undir þeirri ábyrgð að taka við drögum að nýrri stjórnarskrá frá þjóðkjörnum fulltrúum Íslendinga. Þá reynir á okkur og þá reynir á alla flokka.